Nú er það dælan

Já var í morgun á kynningu hjá Ernu,hjúkrunarkonu á göngudeild sykursjúkra og var hún að fara í gegnum dæmið, sýna mér dæluna og hvernig þetta virkar. Þetta verður soldil dagsskrá, kynning og að fá dæluna 2 fimmtudaginn 27 og  1 Apríl þá verður hún sett upp hjá göngudeildinni. Þetta verða svolítil viðbrygði að  vera alltaf með tæki tengt með slöngu í sig, en miðað við hvaða möguleika maður hefur í insulingjöf þá held ég að þetta sé algjör snilld, og hitt er bara spurning um tíma að venjast að hafa þetta á sér.

 Hún lagði upp að ég talaði við fótasnyrti sem þeir eru með á göngudeildinni og það var skoðað fætur og ég get bara sagt að ég fór skælbrosandi útþ Ég hef oft verið með sár á leggjunum sem hafa verið lengi að gróa, týpíst sykursýkisdæmi, og sagði hún mér að fínu háræðarnar framan á leggjunum skemdust oft á fyrstu árum sykursýkinnar og þær endurnýjuðu sig yfirleitt ekki, og kláðinn þar þegar ég er of hár í sykri er eðlilegur en væri hægt að koma í veg fyrir með því að bera krem á leggina, svona forvörn, ég var reyndar byrjaður í fyrradag að ber á þá skin activator, og ætla að sjá hvort það gerir eitthvað fyrir húðina þar, en henni fannst nú soldið bruðl að vera eyða dýru andlitskremi á leggina en so what :) ef það virkar og gerir húðina betri.

En annað hún mældi æðasláttinn í fótunum og titring sem er til að finna næmnina í fótunum sem yfirleitt er minni hjá okkur sykursj, en á skala sem hún var með og sagði að flott væri að  nema þetta undir 50 þá væri það flott. Ég var að nema þeta á tölunni 7 sem er bara rosalega flott,  og sýnir að maður hefur aðeins kunnað að meðhöndla sig þó ekki alltaf hafi verið rétt gert, þá kunni maður að svindla sem gerði það að að verkum að skemmdir hafa orðið litlar, svo fór allt blóðstreymi á flug niður í fætur eftir að maður fór að taka inn Male Factor 1000, svo ég tali nú ekki um Nite Works, þarf oft að fara úr sokkum af því mér er of heitt á fótunum, eitthvað sem maður bara kannaðist ekki við hér áður.         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Halldórsson

Höfundur

Sigurður Halldórsson
Sigurður Halldórsson
Fæddur í Jan 59,ólst að mestu leiti upp við sjóinn vestur í bæ og á Seltjarnarnesi. Ég er bifvélavirki og hef í 18 ár rekið  Kvikk-þjónustuna bílaverkstæði,pústverslun/ þjónustu, er líka herbalife dreifingaraðili, www.heilsufrettir.is/siggi Ég er með insulinháða sykursýki og hef ekki alltaf farið rétta leið í vali á lífsstílnum, en hef ákveðið að prufa skrifa dagbók mér til eftirfylgni og einnig ef það gæti  hjálpað einhverjum að fara rétta leið í lífsstílnum, bara ef það hjálpar einum þá er það þess virði.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...picture026

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 292

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband