Færsluflokkur: Vefurinn

Sykursýki og mín reynsla ?

Bara svona í byrjun um mig , þá var ég í meðal holdum þangað til ég var orðin 18 eða 19 ára, þá blés ég út og bætti á mig 30 kílóum á þrem árum, þá fór ég í fyrsta og eina skipti í líkamsrækt, á stöð sem hét orkubót við grensásveg var þar í nokkra mánuði og tók af mér um 10 kíló, greindist svo með insulinháða sykursýki um páskana 1983.Var alla páskana svakalega þurr í munninum og pissaði mikið,vaknaði á nóttinni til að drekka, fór svo eftir páska til heimilislæknis og var daginn eftir lagður inn á spítala, þar tók á móti mér Dr Ástráður Hreiðarsson, sem fór í gegnum það sem mín beið, að sprauta mig og hvað ég ætti að borða mikið af kolvetni hvern dag, ég man að ég var settur á 18 k sem er 180 gr af kolvetni yfir daginn,  ég hélt þessu plani í nokkur ár vigtaði allt sem ég setti ofaní mig og borðaði bara samkvæmt því. Varð bara fit og fínn í holdarfari og leið vel, svo fóru hlutirnir að breytast ég fór að átta mig á að ég kunni þetta allt orðið, þekkti líkamann var farinn að læra að svindla maður bara sprautaði sig aðeins meir og gat þá borðað meir, svo uppúr 1990 þá kom unglingaveikin í þessu, ég kunni allt og gat allt, þurfti ekkert að heimsækja doktorinn eða mæla mig, ég bara dæli  mínum ákveðna skammti af insulíni og borðaði svo bara að mestu leiti það sem mér datt í hug, en með því voru fylgikvillar, ég datt út , of lár(of lítið kolvetni á móti insulini) og það skeði oft að ég varð í bulli með þetta,það kom td. tvisvar fyrir að viðskiptavinir komu inná verkstæði til mín og héldu að ég væri fullur, en einhverra hluta vegna gerði ég ekkert í þessu samt,fannst þetta allt í þokkalegum málum, Svo árið 1997 dó tengdapabbi minn og það kom mér til að hugsa um mína heilsu, hann var 62 ára sem var allt of ungt, en ég hafði áhuga á að láta lífernið ekki eiðileggja meir en komið var, svo ég fór að mæla blóðsykurinn aftur og fara í eftirlit, en ég hafði fitnað helling og hélt svo áfram að fitna, og þó stjórnunin væri ágæt þá stoppaði það ekki fyrr en ég var kominn´yfir hundrað og tuttugu kíló búinn að fá aðvörun frá læknum um of háan blóðsykur og kolestrol, var að komast að hættumörkum,þetta var seint árið 2002  ég breytti til og reyndi að hafa betri stjórn á matnum, en einhvern veginn þá er maður fýkill á mat og þetta bara gekk ekki,úrkula vonar þá ákvað ég að prufa (kvennasullið) sem mér fannst , "herbalife", það var 4 júlí 2003, en um það leiti var ég líka orðinn örvættingarfullur,svo það var bara skellt í sig sjeik í 2 mál og reint að halda í við sig í kvöldmáltíðinni heima, og þetta gekk bara þrusu vel ég meira séa skar ekki niður skinnkuhorn sem við vorum að borða í kaffinu fyrr en eftir hálft ár, svo fyrir mér var nóg að taka þetta skref fyrir skref, en 2árum seinna var ég búinn að taka af mér 35kíló og leið æðislega.Ég var búinn að minnka fljótvirka insulinið til dæmis á morgna úr 16 einingum niður í 4-6´+langtímainsulinið, (en insulin er lika fitandi) og það var svo auðvelt að vita alltaf hvað maður borðaði (kolvetni) svo stjórnunin var meiriháttar,langtímamælingar 6,5 og alveg niður í 6,1, sem er alveg mega flott. En maður er með fullt af göllum og það var náttúrulega ekki hægt að halda sér svona góðum ,ég bætti á mig einhverjum kílóum en ekkkert rosalega en  lenti svo  í árekstri og fór ekki vel í baki og var hjá sjúkraþjálfara til síðasta vors og var í fullt af æfingum líka + að fara á hlaupabretti heima hjá mér, þá hélst þetta að mestu í lagi, en svo þegar það hætti og ég fór að slaka á þá tók mig nokkra mánuði að bæta á mig hátt í helming af því sem ég hafði létt mig, enda átfýkill mikill, það er rosalegt að lenda í svona kæruleysi, þetta er jú mitt líf sem ég er að gambla með, og þó maður borði sjeik alla morgna þá er það líka spurning hvað og hversu mikið annað maður borðar, en í oktober eða nóvember gaf ég samþykki að birta aftur mynd af mér með minni sögu í mbl á vegum Herbalife, og það var rosa erfitt að glíma við samviskuna vitandi að maður hafði ekki staðið sig en samt á heilsíðu , svo þá var komið stopp,og ég ákvað að taka aftur á þessu og ná mér aftur niður og halda mér þar , en ég ber virðingu fyrir fólki sem tekst að halda sér í því formi sem það hefur komið sér í,hvernig svo sem það hefur gert það, með góðri næringu eða og hreifingu, sem ég áttaði mig á að er algjör forsenda fyrir góðum lífsstíl, ég dustaði rykið af hlaupabrettinu mínu í morgun, sem hafði ekki verið notað af mér síðan í vor, en hálf tíma hreyfing á dag er að mínu mati nauðsynleg til að halda líkamanum í formi +góð næring hvort sem er herbasjeik eða einhver annar, ég þekki bara herbann og finnst hann æðislegur, en það eru örugglega til fleiri gerðir sem eru í lagi.Aðalatriðið er að vera tilbúinn í breyttan lífstíl, það þíðir ekkert að ná sér niður og byrja svo aftur gamla lífstílinn,en maður hneygist soldið mikið til þess, enda sjálfsagt margir búnir að lifa þanning í fleiri fleiri ár svo það tekur tíma að breyta því. Ég ætla að passa mig um hátiðirnar borða bara normal af því sem ég borða  og svo 10 janúar fer ég í heilsuklúbb sem við á herbalife erum með 4 vikur í senn og ég hef ákveðið að reyna muna eftir að skrifa hér mína þanka og hvernig gengur, en ég ætla að vera búinn að vinna mig aftur niður fyrir páska, það væri frábært ef þessi skrif gætu komið einhverjum að notum, eða aðrir gætu líka komið með sýna sögu inní ,því við viljum jú að sem flestir lifi heilbrigðu lífi og fyrirbyggi vandamál .                     


Um bloggið

Sigurður Halldórsson

Höfundur

Sigurður Halldórsson
Sigurður Halldórsson
Fæddur í Jan 59,ólst að mestu leiti upp við sjóinn vestur í bæ og á Seltjarnarnesi. Ég er bifvélavirki og hef í 18 ár rekið  Kvikk-þjónustuna bílaverkstæði,pústverslun/ þjónustu, er líka herbalife dreifingaraðili, www.heilsufrettir.is/siggi Ég er með insulinháða sykursýki og hef ekki alltaf farið rétta leið í vali á lífsstílnum, en hef ákveðið að prufa skrifa dagbók mér til eftirfylgni og einnig ef það gæti  hjálpað einhverjum að fara rétta leið í lífsstílnum, bara ef það hjálpar einum þá er það þess virði.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...picture026

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband