Færsluflokkur: Lífstíll

Krónan í lausu lofti, af hverju? Davið Oddson?

Ekki hef ég nú talið mig hafa mikið vit á pólitík, en maður bara er klumsa eftir að heyra hvern fréttaflutninginn á fætur öðrum, lesa hverja greinina á eftir annari, og ja ,fyrir leikmanninn þá benda öll spjót á (aðgerðir og aðgerðarleysi seðlabankans) Davíð Oddson var að mörgu leiti mjög góður stjórnmálamaður, gerði oft það sem gera þurfti, var sennilega að mestu nánast einráður, og við kannski bara þurfturm þess á stundum. Núna eru aðrir tímar og kallinn ekki í stjórn.og á ekki að vera að bögga stjórnina.

Það getur vel verið að baugsfeðgar hafi gert á hlut Davíðs og honum finnist hann þurfa pay back, en ef það er rétt að það hafi verið núna á þessum krísu tímum, og á þann máta að það kosti þjóðina gífurlega fjármuni, og álitshnekki, ja þá er kallinn meiri skúrkur en þeir sem gerðu á hans hlut. Þetta þarf að rannsaka í kjölinn, núna strax og ef þetta er rétt sem fram hefur komið, að aðgerðir í glitnismálinu hafi verið siðlausar, og rangar, (stolið láni frá þeim) þá á að setja kallinn af strax.

Það á að vera kunnáttufólk í seðlabankanum sem hefur getu og hugsar um það sem það er að gera, ef við ein þjóða höfum ekki verið með á nótunum og ekki gert neitt, nema einhverjar  vitleysiákvarðanir , ja þá segir það sig sjálft að stjórnendurnir i bankanum hafa ekki staðið sig , og þá sýnir það sig að gamlir pólitíkusar henta ekki, enda verkefni fyrir prófessional menn í fjármálum.

Það þíðir ekkert annað en að brosa og horfa framávið, vona að allt fari vel, við Íslendingar eru hyper bjartsýn þjóð og það þarf akkurat núna,  en menn eru líka meiri menn ef þeir afsaka sig og viðurkenna það sem þeir gera rangt, segja svo bara af sér, frekar en að láta stilla sér upp við vegg og vera skotmark lon og don,eða láta setja sig af. það er alltaf hægt að fyrirgefa mönnum ef þeir afsaka sig og taka því meðan á því stendur.      


Dælan

Jæja þriggja vikna dælutími búinn og þessi tími er bara eins og margt annað í lífinu að eftir því sem maður veit meira þá áttar maður sig á að maður veit minna :)

En er búinn að vera mikið inná Landsspítala og Erna hjúkrunarfulltrúi er algjör demantur í þessu, hafsjór af fróðleik og svakalega áhugasöm um að allt gangi upp, ómetanleg í eftirfylgninni.

Lenti líka á löngu spjalli við Berthu matvælafræðing, og hún er með fullt af skynsemis línum, og frábærir punktar hjá henni um hina gullnu meðalreglu, það er ekki allt bannað heldur er betra að leyfa okkur einstaka sinnum að borða það sem ekki er æskilegt. En muna samt að hollustan er aðalatriðið en einstaka sinnum getum við brotið það blað og fengið okkur annað, en samt finnst mér magnað að hugsa til þess sem hún sagði um máltíðirnar, að borða reglulega en ekki millimála, þetta er nefnilega alveg magnað, ég held við Íslendingar borðum oft fullt af sukki milli mála, svo sleppum því og ef við fáum okkur eitthvað óholt , þá gerum það á matmálstímum, og tökum annað út í staðinn :) ekki bæta því við matinn.

Þá dælan, Erna er búin að stilla af dæluna fyrir mig útfrá mínum mælingum og ég hef greinilega áður verið of oft lár á sykri,en núna eru næturnar frábærar og dagarnir góðir ef ég næ að stilla insulin matarskammtana, en það getur oft verið erfitt að finna út kolvetnið í máltíðinni sem maður borðar, eitthvað sem ég þarf að vinna betur í, en þetta system er að virka eins nálægt brisinu eins og kostur er á, og magnað að við fólkið erum með mismunandi líkama sem virkar mismunandi,

Insulin sem við sprautum okkur með virkar engan vegin eins og dælan , þar sem hægt er að aðlaga dæluna að hverjum og einum eins og brisið gerir, svo þetta er bara snilld    

 

     


Nú er það dælan

Já var í morgun á kynningu hjá Ernu,hjúkrunarkonu á göngudeild sykursjúkra og var hún að fara í gegnum dæmið, sýna mér dæluna og hvernig þetta virkar. Þetta verður soldil dagsskrá, kynning og að fá dæluna 2 fimmtudaginn 27 og  1 Apríl þá verður hún sett upp hjá göngudeildinni. Þetta verða svolítil viðbrygði að  vera alltaf með tæki tengt með slöngu í sig, en miðað við hvaða möguleika maður hefur í insulingjöf þá held ég að þetta sé algjör snilld, og hitt er bara spurning um tíma að venjast að hafa þetta á sér.

 Hún lagði upp að ég talaði við fótasnyrti sem þeir eru með á göngudeildinni og það var skoðað fætur og ég get bara sagt að ég fór skælbrosandi útþ Ég hef oft verið með sár á leggjunum sem hafa verið lengi að gróa, týpíst sykursýkisdæmi, og sagði hún mér að fínu háræðarnar framan á leggjunum skemdust oft á fyrstu árum sykursýkinnar og þær endurnýjuðu sig yfirleitt ekki, og kláðinn þar þegar ég er of hár í sykri er eðlilegur en væri hægt að koma í veg fyrir með því að bera krem á leggina, svona forvörn, ég var reyndar byrjaður í fyrradag að ber á þá skin activator, og ætla að sjá hvort það gerir eitthvað fyrir húðina þar, en henni fannst nú soldið bruðl að vera eyða dýru andlitskremi á leggina en so what :) ef það virkar og gerir húðina betri.

En annað hún mældi æðasláttinn í fótunum og titring sem er til að finna næmnina í fótunum sem yfirleitt er minni hjá okkur sykursj, en á skala sem hún var með og sagði að flott væri að  nema þetta undir 50 þá væri það flott. Ég var að nema þeta á tölunni 7 sem er bara rosalega flott,  og sýnir að maður hefur aðeins kunnað að meðhöndla sig þó ekki alltaf hafi verið rétt gert, þá kunni maður að svindla sem gerði það að að verkum að skemmdir hafa orðið litlar, svo fór allt blóðstreymi á flug niður í fætur eftir að maður fór að taka inn Male Factor 1000, svo ég tali nú ekki um Nite Works, þarf oft að fara úr sokkum af því mér er of heitt á fótunum, eitthvað sem maður bara kannaðist ekki við hér áður.         


Þetta tímabil búið.

Jæja þá er 10 feb til 5 mars tímabilið búið, ekki var nú síðasta vika beysin, bara nokkur hundruð grömm og 1 cm af en, hitavella hálsbólga og slappleiki hafði áhrif, lítið um hreyfingu aðeins 4 daga af tíu en samt komið 4,7 kíló og 15 cm af síðan 10 jan svo þetta kemur bara í rólegheitunum og jafnvel fyrr ef maður fer á fullt í hreyfinguna, sem er greinilega lykilatriði á hverjum degi og jafnvel tvisvar á dag. ef maður ætlar að ná sér niður með látum.

Svo smá í sambandi við hita og slappleika, það er magnað hvað það dregur úr brennslunni, því sama fæðuplan 2 sjeikar á dag og ekki borðað yfir sig í kvöldmat, þá þurfti ég að keyra insulingjöf á fljótvirka insulininu úr svona 6 einingum í 10-12  í hvert sinn og stundum bætt enn meira við á milli, svo það hægist ekkert smá á allri starfsemi. En þetta er komið í gang aftur þó hóstinn sé ekki alveg farinn svo maður prufar handboltaæfingu annað kvöld og sér hvernig það gerir sig.

Svo er ég að fara á föstudaginn á göngudeild sykursjúkra með mælingarnar  undanfarið og kynna mér dælubúnaðinn, og ef allt er í góðu þá verður maður kominn með dælu ( sem gefur sjálvirkt insulin stöðugt og svo hnappur til að þrýsta á til að gefa inn ,þegar maður borðar) um næstu mánaðarmót. Það á að gera það að verkum að maður dælir í sig eftir því sem maður borðar en ekki borðar eftir því sem maður sprautar sig eins og núna er, nema ég hef náð að borða yfirleitt það sama (sjeik) og þá með sama inulinskammt á móti , en þá er þessi hreyfingaþáttur ekki alltaf réttur svo dælan er sennilega alveg magnað dæmi, á samt eftir að kynna mér það til hlýtar.   


Sykurstjórnun og veikindi

Já búinn að vera með hitavellu núna í 2 daga og það er allt annar kapituli en venjulegur dagur, það fyrsta er að brennslan slokknar bara, allt miklu meira sloj og maður þarf miklu miklu meira insulin, sem er kanski eðlilegt þegar líkamsstarfsemin er í móki, en það ótrúlega er að ég missi nánast aldrei matarlyst og mikið að passa mig að vinna úr mælingum og samt að passa mig að sprauta mig ekki of mikið. En þetta líður úr og nýr dagur með fermingarveislu er á morgun svo það er gott að góð næring gerir manni gott svo veikindi verða yfir leitt ekki alvarleg eða lengi.  

Vel gataðir puttar, en vel þess virði

Já heldur betur búið að gata puttana undanfarið :) en það er líka gífurlega fróðlegt að fylgjast með mælingunum 9 sinnum yfir daginn, og bara það að vinnudaga mánudag til föstudags er brennslan meiri og ég hef borðað sjeik í morgunmáltíð, hádegi og núna undanfarið hef ég sleppt próteinbari og borðað sjeik í kaffinu, allavega um 3-4 leitið og stundum ef ég hef þurft kolvetni líka miðmorgun, og þetta er barasta brilliant dæmi uppá stjórnunina, einum og hálfum tíma eftir að borða sjeikinn er ég kominn vel niður í sykri, svo það virðist jafnvel  í lagi að borða sjeikinn á 2 tíma fresti , bara magnað. kom mér verulega á óvart að geta borðað 2 heila sjeika á lágmarks insulinskammti svo maður er alltaf að átta sig betur og betur á því hvað þetta er mögnuð máltíð og samsetningin í henni perfect.

9 blóðsykurmælingar á dag

Já þetta er ekkert smá dæmi að muna eftir þessu þegar mikið er að gera. En þetta virkar helling , maður gerir sér mun betur grein fyrir sykurferlinum miðað við daga, hreyfiingu og svoleiðis. Það væri ekkert smá magnað að hafa sjálvirkan sykurmæli sem stjórnaði insulinmagninu.Mikill munur á insulinþörfinni um helgar eða á virkum dögum, ég er greinilega að brenna helling á daginn, en vinnsla eingöngu í bæklingum eins og í gær var ekki brennsluhvetjandi, hún fór reyndar í gang um fimmleitið þegar ég fór að horfa á Man utd og Newcastle, og var á brettinu á meðan, dagurinn í dag svo algjör down dagur í brennslu þurfti að bæta við insulini og gerði reyndar of mikið af því svo ég þurfti að borða meira kolvetni, eldað og borðað svo lamb í kvöldmat og sykurinn alltof hár, er að ná mér niður núna. En 2 kíló vöru farin af í morgun frá síðasta sunnudegi og einn sentimetri svo það er eitthvað að ske. 14 sentimetrar farnir af í heildina frá 5 Jan, bara sáttur við það. 

Nú er allt að ske í insulinmálum.

Já fékk í gær hringingu um að nú sé komið að insulindælubúnaði, þarf reyndar að skrá nákvæmlega á blað allar mælingar í viku,og mælingar á milli mála ,einum og hálfum tíma eftir mat, og kaffileitið, svo nóg að gera í blóðdropatöku :) en þetta þarf til að stilla sjálvirku insulin þörfina skilst mér, bara gott mál. Er búinn að vera flottur í sykrinum undanfarið, varð reyndar mjög lár í dag (0.9) um 4 leitið eftir að ég kom frá Baldey, frábærum Cronica tíma, en sennilega hefur brennslan farið vel af stað í lauginni, hef soldið verið að leggja áherslu á að auka brennsluna, fékk mér bara próteinbar og sætt kakó til að ná sykrinum upp aftur.

Ég man ekki nákvæmlega hvenær það breyttist en ég var í bulli (eins og þræl fullur)ef ég fór niður í 2 í sykrinum en núna virðist ég geta farið niður úr öllu valdi án þess að verða syngjandi fullur, hef verið að pæla í þessu og held þetta hafi breyst eftir að ég byrjaði að fá mér  Nite Works.(Herbalife) ég er búinn að borða það á hverju kvöldi núna í yfir eitt ár og veit þetta hefur þau áhrif að æðarnar verða mýkri og teygjanlegri, svo blóðið flæðir betur, það hefur sennilega líka þessi áhrif að ég þoli betur lækkun á sykurgildinu í blóðinu. Sind og skömm að þessi vara sé ekki komin í sölu hjá okkur dreifingaraðilum á Íslandi, maður þarf að taka þetta með sér frá hinum norðulöndunum eða UK þegar maður skreppur þangað, en þessi vara er að megninu til hugsuð fyrir fullorðið fólk, en það er víst mjög algengt að dauðsföll hjá öldruðum séu um 4-5 leitið á nóttuni þegar hjartað slær mjög hægt, þá er betra að æðakerfið sé í lagi og betur teygjanlegt, og við sykursjúklingar erum ekki með bestu æðarnar svo þessi vara er eins og himnasending fyrir mig, fyrir utan það að bakverkirnir minnkuðu helling við betra blóðflæði í vöðvunum, og með cronica er bakið bara mjög þokkalegt.


loka mælingar þennan mán

Jæja þá eru þessar 4 vikur búnar og ég er bara sáttur, það fóru núna 3 sentimetrar af læri og einn af upphandlegg, svo þetta er bara á góðu róli, og greinilegt aðð hreyfingin er farin að skila sér,13 sentimetrar farnir alls, og  sykurstjórnunin farin að blómstra , það munar alveg rosalega að vera í föstum farveg, passa uppá matinn og svo hreyfingin.

Já hreyfingin er algjört lykilatriði, þegar ég tók af mér 35kíló sem endaði fyrir 3 árum þá var ég á fullu á bílaverkstæðinu, svo brennslan var á fullu allan daginn sem gerði gæfumuninn svo þetta var ekkert mál, en núna hef ég fundið muninn á líkamanum þar sem undanfarin 2 og hálft ár hef ég verið nánast bara í móttöku og skrifstofuvinnu, og það er ekkert smáræði sem munar á brennslunni, svo ég held að þeir sem vinna skrifstofuvinnu þurfi gjörsamlega að taka sig taki og byrja daginn á hreyfingu og svo aftur seinnipartinn til að brennslan sé virk allan sólahringinn, borða svo ekki eins og þeir séu að hlaupa maraþon á hverjum degi.

 


Ekki vanþörf á kompás umræðunni í kvöld

Já offitan er orðin stórhættuleg og það sem við setjum ofaní okkur, örugglega  orsökin af fullt af dauðsföllum. Ég held að ríkið myndi spara helling ef það myndi auglýsa á fullu heilbrigðari fæðu og fá fólk til að hreyfa sig, ég man eftir auglýsingaáróðrinum á móti reykingum fyrir svona 12-14 árum síðan , hvað gerðist jú það snarminnkuðu reykingar og miklu færri unglingar byrjuðu að reykja, af hverju var því hætt?????hefur ekki orðið aukning hjá unglingum sem byrja að reykja núna síðustu ár?

Það þarf stöðugt að vera sýna okkur afleiðingar gerða okkar til að við tökum við okkur, þó það séu mismunandi skoðanir á hver er besta leiðin, borða hitt eða þetta þá eru flestir sem vita að þeir eiga ekki að vera borða allt þetta ruslfæði sem við samt borðum, en með stöðugum áróðri þá er ég sannfærður um að fólk myndi breytast , kannski ekki strax en á einu til tveim árum með áróðri sæjum við mikla breytingu, sem er nauðsynleg.

  En þa´að mér og mínum díl með sykursýkina, búið að vera bara nokkuð gott í gær og dag, greinilegt að jafnvægi er farið að segja til sín , hef verið svona 3-7 undanfarnar mælingar, bara sáttur við það, en samt eftir vinnudagana í síðustu viku þá jókst matarlystin og maður þurfti aðeins að bremsa sig niður, er inná því að maður þarf að gera heima hjá sér eins og gert er á matsölustöðum , skamta sér á diskinn af eldavélinni og ekki fá sér ábót, ef eldað er mikið og það er á borðinu fyrir framan mann þá er rosalega erfitt að standast það að fá sér ábót en ef maturinn er ekki fyrir framan mann þá á maður ekki eins erfitt með að höndla þetta. 


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Halldórsson

Höfundur

Sigurður Halldórsson
Sigurður Halldórsson
Fæddur í Jan 59,ólst að mestu leiti upp við sjóinn vestur í bæ og á Seltjarnarnesi. Ég er bifvélavirki og hef í 18 ár rekið  Kvikk-þjónustuna bílaverkstæði,pústverslun/ þjónustu, er líka herbalife dreifingaraðili, www.heilsufrettir.is/siggi Ég er með insulinháða sykursýki og hef ekki alltaf farið rétta leið í vali á lífsstílnum, en hef ákveðið að prufa skrifa dagbók mér til eftirfylgni og einnig ef það gæti  hjálpað einhverjum að fara rétta leið í lífsstílnum, bara ef það hjálpar einum þá er það þess virði.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...picture026

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband