27.1.2008 | 01:34
Rólegur dagur
Já kanski of rólegur, vaknað 10 og var þá 6.4 í sykri bara flott, er greinilega að ná tökum á nóttinni, bara flott að vera milli 4-8 dag eftir dag, en farið í bókhaldsvinnu í dag og það er ekki mikil brennsla þá, enda þó ég hafi sprautað mig 8 ein i morgun þá um hálf tvö var ég 9.4 , sprautað þá 10 ein og borðað skyr, farið svo á brettið um kl hálf fimm og var svo undir kvöldmat 2.8, svo hreifingin breytir öllu, borðað flottan fisk í karry, með smá kartöflum og það var nóg til að lyfta sykrinum, uppí 10 um tíuleitið, sprautað þá langtima 10 ein og 3 fljótvirkt , verð greinilega að hækka enn meir morgunskammtinn á morgun, þetta er bara spurning um þolinmæði þá nær maður þessu pörfekt.mældi mig núna kl hálf tvö og sykurinn þá 5.5 svo flott fyrir svefninn.þá er bara að fara í háttinn, mikið af innskráningum á morgun í lagerbókhaldinu.Það tekur mann langan tíma að læra á nýjan hugbúnað og færa allan lagrinn ínn í hann, hélt ég yrði miklu fljótari að afgreiða þetta.
Um bloggið
Sigurður Halldórsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður!
Rakst á bloggið þitt.
Ég sem Næringarráðgjafi og sykursjúklingur til bráðum 40 ára skil ekki hvað þú ert að borða. Afhverju borðarðu ekki venjulegan mat, það hef ég trú að geri líkamanum mun betra en sjeik og próteinbarir. Þú veist rúlega að mikil próteinneysla er aukið álag á nýrun sem að eru fyrir í hættu vegna sykursýkinnar. Ég myndi minnka allt þetta próteinát og það strax.
Gangi ér vel, sé þú ert hjá Ásráði...
kveðja
Guðrún Þóra HJaltadóttir
P.S.Diabetes Mellitus frá 1968 og Næringarraðgjafi sem ég valdi að nema til að geta skilið betur hvað er að gerast í líkama mínum
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.1.2008 kl. 11:18
Sæl Guðrún og takk fyrir að gefa þér tíma í lesa þetta.
Frábært að fá næringalært fólk til að kommenta,og tali nú ekki um sem er líka með sykursýki.
En af hverju skilurðu ekki hvað ég er að borða?hvað er venjulegur matur? ég hef borðað nánast allt hingað til,en fór í það að reyna breyta aðeins til, reyna fara í hollara fæði, sjeik var bara eitthvað sem ég hélt fyrir 5 árum síðan að væri bara kvennasull, en ég er búinn að algjörlega snúa þeirri trú við.
Venjulegur matur, ég hef nú verið spurður að þessu lika inná göngudeild af næringarráðgjafa og benti hún t,d á skyr.is í staðinn í hádeginu, ég veit ekki annað en það sé fullt af próteini,sagði svo að hún vildi frekar ganga og skokka á hverjum degi til að ná því að geta borðað venjulegan mat, ég borða yfirleitt hvað sem er ,þó ég borði yfirleitt sjeik tvisvar á dag. eru allir sykursjúklingar tilbúnir í að fara í rækt á hverjum degi til að geta borðað kolvetnisríkar máltíðir, ég held ekki, kannski 30% af okkur.
Kjöt og fiskur er 20-25% prótein, ég er bara bifvélavirki en hefði samt haldið að soyapróteinið í sjeiknum sér miklu auðmeltara og betra fyrir nýrun en t.d kjöt,tali nú ekki um reykt kjöt eða sýran í skyrinu og mjólkinni þó ég borði mikið af skyri, en drekk aldrey mjólk nema í kaffi, svo fæ ég miklu betra kalk í töfluformi heldur en í mjólkinni.
Ég hef hlustað á einn af helstu næringardoktorum heims Dr. David Heber,M.D., Ph.D., F.A.C.P., F.A.C.N., Professor í læknaráði og forstjóra næringarstofnunar UCLA háskolans, og segir hann t.d að við viljum öll getað borðað (venjulegan) mat td kjöt eða fisk og marg rétta máltíðir sem innihalda ekki alveg alltaf það æskilega , en miðað við lifnaðarhætti nú til dags (mataræði) þá þurfum við líka svona næringarsjeika sem eru með próteininnihald og eru hitaeiningalitlir, svo hann segir líka að ég venjulegur karlmaður þurfi ca 150 gr af próteini á dag til að viðhalda vöðvum og að það sé jafnvægi í likamanum, enda geri próteinið líka það að verkum að maður er ekki svangur,ef maður borðar rétt magna af því. Svo segir doktorinn líka að próteinið viðhaldi vöðvunum, og vöðvar brenna fitu.Svo er líka sennilega mest af dánartilfellum sem er ægt að heimfæra á hvað við borðum og hversu mikið,
Þeir sem eru verulega feitir eru sennilega flestir (átfíklar) ég veit allavega að ég hef dottið verulega í þann gírinn, og þá er þetta bara eins og áfengissýki, en ef maður er í jafnvægi í próteini yfir daginn, þá er maður í miklu betri ástandi til að glíma við löngun til að borða ekki það sem maður á ekki að vera borða.
Ég treysti mínum nýrum frekar til að glíma við soya próteinið heldur en prótein í ýmsu þungu kjöti tali nú ekki um svínakjöt,eða allt reykt kjöt, þó ég borði þetta allt annað slagið.
En frábært væri ef þú ert með uppskrift af perfekt mataræði yfir daginn, maður er bara þannig að maður verður að vera mettur og líða vel, ég veit allavega að allt er gott í hófi , en brauðmeti, þarf mikið af kolvetni og hitaeiningum til að vera mettur og eins er mikið af kolvetni í flestu sem ég hélt að væri voða hollt , musli, allbran og svoleiðis.nema maður borði nánast ekki neitt og sé alltaf svangur.
Sjeikinn hefur dugað mér best til að vera mettur og líða frábærlega, orka og heilsufar í lagi, sykurstjórnun best, so far
Sigurður Halldórsson, 27.1.2008 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.