Ekki vanþörf á kompás umræðunni í kvöld

Já offitan er orðin stórhættuleg og það sem við setjum ofaní okkur, örugglega  orsökin af fullt af dauðsföllum. Ég held að ríkið myndi spara helling ef það myndi auglýsa á fullu heilbrigðari fæðu og fá fólk til að hreyfa sig, ég man eftir auglýsingaáróðrinum á móti reykingum fyrir svona 12-14 árum síðan , hvað gerðist jú það snarminnkuðu reykingar og miklu færri unglingar byrjuðu að reykja, af hverju var því hætt?????hefur ekki orðið aukning hjá unglingum sem byrja að reykja núna síðustu ár?

Það þarf stöðugt að vera sýna okkur afleiðingar gerða okkar til að við tökum við okkur, þó það séu mismunandi skoðanir á hver er besta leiðin, borða hitt eða þetta þá eru flestir sem vita að þeir eiga ekki að vera borða allt þetta ruslfæði sem við samt borðum, en með stöðugum áróðri þá er ég sannfærður um að fólk myndi breytast , kannski ekki strax en á einu til tveim árum með áróðri sæjum við mikla breytingu, sem er nauðsynleg.

  En þa´að mér og mínum díl með sykursýkina, búið að vera bara nokkuð gott í gær og dag, greinilegt að jafnvægi er farið að segja til sín , hef verið svona 3-7 undanfarnar mælingar, bara sáttur við það, en samt eftir vinnudagana í síðustu viku þá jókst matarlystin og maður þurfti aðeins að bremsa sig niður, er inná því að maður þarf að gera heima hjá sér eins og gert er á matsölustöðum , skamta sér á diskinn af eldavélinni og ekki fá sér ábót, ef eldað er mikið og það er á borðinu fyrir framan mann þá er rosalega erfitt að standast það að fá sér ábót en ef maturinn er ekki fyrir framan mann þá á maður ekki eins erfitt með að höndla þetta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Halldórsson

Höfundur

Sigurður Halldórsson
Sigurður Halldórsson
Fæddur í Jan 59,ólst að mestu leiti upp við sjóinn vestur í bæ og á Seltjarnarnesi. Ég er bifvélavirki og hef í 18 ár rekið  Kvikk-þjónustuna bílaverkstæði,pústverslun/ þjónustu, er líka herbalife dreifingaraðili, www.heilsufrettir.is/siggi Ég er með insulinháða sykursýki og hef ekki alltaf farið rétta leið í vali á lífsstílnum, en hef ákveðið að prufa skrifa dagbók mér til eftirfylgni og einnig ef það gæti  hjálpað einhverjum að fara rétta leið í lífsstílnum, bara ef það hjálpar einum þá er það þess virði.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...picture026

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband