8.2.2008 | 00:28
loka mælingar þennan mán
Jæja þá eru þessar 4 vikur búnar og ég er bara sáttur, það fóru núna 3 sentimetrar af læri og einn af upphandlegg, svo þetta er bara á góðu róli, og greinilegt aðð hreyfingin er farin að skila sér,13 sentimetrar farnir alls, og sykurstjórnunin farin að blómstra , það munar alveg rosalega að vera í föstum farveg, passa uppá matinn og svo hreyfingin.
Já hreyfingin er algjört lykilatriði, þegar ég tók af mér 35kíló sem endaði fyrir 3 árum þá var ég á fullu á bílaverkstæðinu, svo brennslan var á fullu allan daginn sem gerði gæfumuninn svo þetta var ekkert mál, en núna hef ég fundið muninn á líkamanum þar sem undanfarin 2 og hálft ár hef ég verið nánast bara í móttöku og skrifstofuvinnu, og það er ekkert smáræði sem munar á brennslunni, svo ég held að þeir sem vinna skrifstofuvinnu þurfi gjörsamlega að taka sig taki og byrja daginn á hreyfingu og svo aftur seinnipartinn til að brennslan sé virk allan sólahringinn, borða svo ekki eins og þeir séu að hlaupa maraþon á hverjum degi.
Um bloggið
Sigurður Halldórsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.