21.2.2008 | 01:00
Nú er allt að ske í insulinmálum.
Já fékk í gær hringingu um að nú sé komið að insulindælubúnaði, þarf reyndar að skrá nákvæmlega á blað allar mælingar í viku,og mælingar á milli mála ,einum og hálfum tíma eftir mat, og kaffileitið, svo nóg að gera í blóðdropatöku :) en þetta þarf til að stilla sjálvirku insulin þörfina skilst mér, bara gott mál. Er búinn að vera flottur í sykrinum undanfarið, varð reyndar mjög lár í dag (0.9) um 4 leitið eftir að ég kom frá Baldey, frábærum Cronica tíma, en sennilega hefur brennslan farið vel af stað í lauginni, hef soldið verið að leggja áherslu á að auka brennsluna, fékk mér bara próteinbar og sætt kakó til að ná sykrinum upp aftur.
Ég man ekki nákvæmlega hvenær það breyttist en ég var í bulli (eins og þræl fullur)ef ég fór niður í 2 í sykrinum en núna virðist ég geta farið niður úr öllu valdi án þess að verða syngjandi fullur, hef verið að pæla í þessu og held þetta hafi breyst eftir að ég byrjaði að fá mér Nite Works.(Herbalife) ég er búinn að borða það á hverju kvöldi núna í yfir eitt ár og veit þetta hefur þau áhrif að æðarnar verða mýkri og teygjanlegri, svo blóðið flæðir betur, það hefur sennilega líka þessi áhrif að ég þoli betur lækkun á sykurgildinu í blóðinu. Sind og skömm að þessi vara sé ekki komin í sölu hjá okkur dreifingaraðilum á Íslandi, maður þarf að taka þetta með sér frá hinum norðulöndunum eða UK þegar maður skreppur þangað, en þessi vara er að megninu til hugsuð fyrir fullorðið fólk, en það er víst mjög algengt að dauðsföll hjá öldruðum séu um 4-5 leitið á nóttuni þegar hjartað slær mjög hægt, þá er betra að æðakerfið sé í lagi og betur teygjanlegt, og við sykursjúklingar erum ekki með bestu æðarnar svo þessi vara er eins og himnasending fyrir mig, fyrir utan það að bakverkirnir minnkuðu helling við betra blóðflæði í vöðvunum, og með cronica er bakið bara mjög þokkalegt.
Um bloggið
Sigurður Halldórsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.