Dælan

Jæja þriggja vikna dælutími búinn og þessi tími er bara eins og margt annað í lífinu að eftir því sem maður veit meira þá áttar maður sig á að maður veit minna :)

En er búinn að vera mikið inná Landsspítala og Erna hjúkrunarfulltrúi er algjör demantur í þessu, hafsjór af fróðleik og svakalega áhugasöm um að allt gangi upp, ómetanleg í eftirfylgninni.

Lenti líka á löngu spjalli við Berthu matvælafræðing, og hún er með fullt af skynsemis línum, og frábærir punktar hjá henni um hina gullnu meðalreglu, það er ekki allt bannað heldur er betra að leyfa okkur einstaka sinnum að borða það sem ekki er æskilegt. En muna samt að hollustan er aðalatriðið en einstaka sinnum getum við brotið það blað og fengið okkur annað, en samt finnst mér magnað að hugsa til þess sem hún sagði um máltíðirnar, að borða reglulega en ekki millimála, þetta er nefnilega alveg magnað, ég held við Íslendingar borðum oft fullt af sukki milli mála, svo sleppum því og ef við fáum okkur eitthvað óholt , þá gerum það á matmálstímum, og tökum annað út í staðinn :) ekki bæta því við matinn.

Þá dælan, Erna er búin að stilla af dæluna fyrir mig útfrá mínum mælingum og ég hef greinilega áður verið of oft lár á sykri,en núna eru næturnar frábærar og dagarnir góðir ef ég næ að stilla insulin matarskammtana, en það getur oft verið erfitt að finna út kolvetnið í máltíðinni sem maður borðar, eitthvað sem ég þarf að vinna betur í, en þetta system er að virka eins nálægt brisinu eins og kostur er á, og magnað að við fólkið erum með mismunandi líkama sem virkar mismunandi,

Insulin sem við sprautum okkur með virkar engan vegin eins og dælan , þar sem hægt er að aðlaga dæluna að hverjum og einum eins og brisið gerir, svo þetta er bara snilld    

 

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Halldórsson

Höfundur

Sigurður Halldórsson
Sigurður Halldórsson
Fæddur í Jan 59,ólst að mestu leiti upp við sjóinn vestur í bæ og á Seltjarnarnesi. Ég er bifvélavirki og hef í 18 ár rekið  Kvikk-þjónustuna bílaverkstæði,pústverslun/ þjónustu, er líka herbalife dreifingaraðili, www.heilsufrettir.is/siggi Ég er með insulinháða sykursýki og hef ekki alltaf farið rétta leið í vali á lífsstílnum, en hef ákveðið að prufa skrifa dagbók mér til eftirfylgni og einnig ef það gæti  hjálpað einhverjum að fara rétta leið í lífsstílnum, bara ef það hjálpar einum þá er það þess virði.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...picture026

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband