Skrítinn dagur

Það ótrúlega gerðist í dag að ég gleymdi að borða í hádeginu, held það hafi ekki skeð nema kanski einu sinni, í þau 25 ár sem ég er búinn að vera með sykursýkina, þegar ég vaknaði í morgun var ég 8.7 sem eg átti alveg eins von á eftir gærkvöldið, en svo var vörutalning hjá mér í dag og bar sökkti mér svo í það að það var ekki kaffi eða matartími, fannst ég samt vera að lækka í sykrinum um ellefuleitið og fékk mér próteinbar, svo ekki söguna meir fyrr en ég kveikti á perunni um hálf fjögur, þá sprautaði ég mig 6 ein og fékk mér sjeik, en eftir lætin þá var það of mikið því um kvöldmatinn var ég orðinn alltof lár ,LO á mælinum og tók langan tíma að ná mér upp aftur,samt var ég alltaf með þokkalega eðlileg viðbrögð þó maður verði sljórri þegar maður verður svona lár, fyrir einhverjum árum síðan var ég bara eins og ég væri blind fullur ef ég ver kominn niður´undir 2 en núna var ég samt ekki alveg eðlilegur fyrr en um 9 leitið,samt soldið skrítinn og slappur, en svo sykurinn 7 um 22.30, sem er bara fínt.

Svo það skrítna er að núna tæplega hálf tvö um nóttina mældi ég mig og þá var ég 9.7, samt hef ég ekkert borðað frá kl 19.30, þetta er bara eitt af því sem maður bara fattar ekki , líkaminn eitthvað að taka stjórnina sjálfur,  ég borðaði  þrúgusykur og svo borgara með salati um kvöldmatinn sem ætti að vera meltanlega búið að brjótast niður kolvetni 2 til 3 tímum eftir það en ekki  4 til 6 tímum eftir það,

Bara skil ekki því ég hækka um 2.7 milli 22.30 og 1.30 samt sprautaði ég 10 ein langvirkt insulin kl 22.30, þetta er eitthvað sem ég verð að geyma í minnisbankanum fyrir Ástráð lækni, en líkaminn fer stundum furðulegar leiðir, sem enginn fattar, spurning hvort hann er að gefa kolvetni sjálfur í kvöld eftir að hafa lækkað svona fram eftir degi, Úr því hann gefur okkur kolvetni um kl 4 um nóttina þá er mjög liklegt að hann bregðist svona við því að vera lár í nokkurn tíma, bætti við 3 ein fljótviirkt nuna til að jafna dæmið, þori ekki að hafa það meira , nenni ekki að vera í svitabaði í nótt, ef ég myndi lækka of mikið.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Halldórsson

Höfundur

Sigurður Halldórsson
Sigurður Halldórsson
Fæddur í Jan 59,ólst að mestu leiti upp við sjóinn vestur í bæ og á Seltjarnarnesi. Ég er bifvélavirki og hef í 18 ár rekið  Kvikk-þjónustuna bílaverkstæði,pústverslun/ þjónustu, er líka herbalife dreifingaraðili, www.heilsufrettir.is/siggi Ég er með insulinháða sykursýki og hef ekki alltaf farið rétta leið í vali á lífsstílnum, en hef ákveðið að prufa skrifa dagbók mér til eftirfylgni og einnig ef það gæti  hjálpað einhverjum að fara rétta leið í lífsstílnum, bara ef það hjálpar einum þá er það þess virði.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...picture026

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband