Ekki vanþörf á kompás umræðunni í kvöld

Já offitan er orðin stórhættuleg og það sem við setjum ofaní okkur, örugglega  orsökin af fullt af dauðsföllum. Ég held að ríkið myndi spara helling ef það myndi auglýsa á fullu heilbrigðari fæðu og fá fólk til að hreyfa sig, ég man eftir auglýsingaáróðrinum á móti reykingum fyrir svona 12-14 árum síðan , hvað gerðist jú það snarminnkuðu reykingar og miklu færri unglingar byrjuðu að reykja, af hverju var því hætt?????hefur ekki orðið aukning hjá unglingum sem byrja að reykja núna síðustu ár?

Það þarf stöðugt að vera sýna okkur afleiðingar gerða okkar til að við tökum við okkur, þó það séu mismunandi skoðanir á hver er besta leiðin, borða hitt eða þetta þá eru flestir sem vita að þeir eiga ekki að vera borða allt þetta ruslfæði sem við samt borðum, en með stöðugum áróðri þá er ég sannfærður um að fólk myndi breytast , kannski ekki strax en á einu til tveim árum með áróðri sæjum við mikla breytingu, sem er nauðsynleg.

  En þa´að mér og mínum díl með sykursýkina, búið að vera bara nokkuð gott í gær og dag, greinilegt að jafnvægi er farið að segja til sín , hef verið svona 3-7 undanfarnar mælingar, bara sáttur við það, en samt eftir vinnudagana í síðustu viku þá jókst matarlystin og maður þurfti aðeins að bremsa sig niður, er inná því að maður þarf að gera heima hjá sér eins og gert er á matsölustöðum , skamta sér á diskinn af eldavélinni og ekki fá sér ábót, ef eldað er mikið og það er á borðinu fyrir framan mann þá er rosalega erfitt að standast það að fá sér ábót en ef maturinn er ekki fyrir framan mann þá á maður ekki eins erfitt með að höndla þetta. 


Flottir tveir dagar

Magnaður dagur, fór í boði bróður á fyrirlestur með Jack Canfield, alveg magnaður gæi og oppnaði fullt af möguleikum, enda getum við allt sem við ætlum okkur , það er bara spurning um að finna leiðina, verst að þegar ég kom heim og fór á brettið og horfði á Man u v tottenham vera spila ílla og vera heppna að ná jafntefli

En dagurinn í dag og gær alveg frábærir sykurlega séð engin mæling yfir 8 og bara flott ástand . reyndr soldið lár i hádeginu í dag, hafði ekki reiknað með brennslu i morgun, en líkaminn er enn að vinna vel eftir erfiða viku, svo bara góður , nú er bara keyra 'a nokkra sentimetra fyrir 5 feb.


Mælingar

Já þá er komið að því, þriðja vika og ekki var það neitt rosalegt , sentimeter af mitti og annar af mjöðm, en þetta er á niðurleið svo maður verður bara að vera sáttur, það þýðir ekkert að ætla sér að taka þetta af á einum mánuði , þetta kemur bara rólega, en kemur samt, en þá dagurinn í dag, var 5,6 í morgun og að venju sjeik borðaður, ekki annað íi myndinni, svo 4.2 í hádeginu og lika borðað sjeik , reyndar próteinbar í morgun um 10 leitið, svo 6,4 undir kvöldmat og borðað kjötrétt farið svo á handboltaæfingu og eftir hana kl 23 var ég 6.7 enda hafði lika aðeins borða sætabrauð áður en ég fór út á æfingu. læt það bara vera gott fyriir nóttina sprautaði bara langvirkt 10 ein. Ég er mjög sáttur við hvernig mér hefur gengið með næturnar núna , enda morgunmælingar flottar, þakka það lika þessum pælingum um miðnættið og skrifum,

 


Allt við það sama

Já morguninn góður 3,8 , er mikið í action núna svo bætt við próteinbari, nennti ekki útí búð að kaupa áveksti, svo börin eru svo handhæg, hádegiðmæling 4.8 borðað aftur sjeik en var samt soldið svanur í dag þó próteinbar hafi verið borðað kl 3 , held bara brennslan sé komin soldið betur í gang, spurning hvort sentimetrar séu farnir. sést í fyrramálið, en spurning líka með hádegissjeikinn, hef verið að blanda bara jarðaberja +utí vatn og 3 skeiðar plain prótein, spurning hvort það sé bara nóg í svona action, veit það aer nóg þegar ég er bara í skrifstofustarfinu, en saknaði soldið þess að hafa ekki farið í cranioið, bakið ekki alveg nógu gott eftir svona action,,  en var svo 9,4 í kvöld , það er alltaf þeta mál með kvöldmatinn , hann er ekki eins og sjeikinn , sama magn af kolvetni svo maður er aðeins í vanda með að stjórna því, sérstaklega þegar maður er með svona midjafna daga , og er ekki alveg til í að sprauta sig með of miklu insulini, en nú er bara sjá ´mælingar á morgun.

Hreyfing eða ekki

Var búinn að gleyma hversu mikill munur er á brennslunni, ef maður er að vinna skrifstofuvinnu eða í action, var að losa gám af pústkerfum í allan dag og var bara í vandræðum með að bæta á mig kolvetnum,  var 4,2 í morgun spautaði 6 ein fljótvirkt  og borðaði eins og alltaf sjeik, þurfti svo að bæta á mig próteinbar og þrúgusykri kl 10 í morgun, var samt 2,8 kl 12.30 og sprautaði þá 4 ein borðaði sjeik og bætti  svo á mig um 3 leitið borðaði þá 3 eða 4 þrúgusykur og svo eitt próteinbar, þau eru mega góð til að hafa kolvetni í langan tíma því líkaminn brýtur þau niður á nokkrum klukkutímum,  var svo 3,2 kl 19, eftir mega dag í hreyfingu og (bakverk) eftir burð , bera helling af pústi inní hús úr gámi, og fleiri stk bíða morgundagsins :) borðaði svo kvöldmat, sennilega alltof mikið því ég var 12,4 kl 22 svo ég þurfti að bæta á mig fljótvirku 4 ein, kl 22 +10 langvirkt, maður er ekki alltaf með á hreinu virknina í likamanum, og eftir svona action þá gleymir maður sér yfir matnum :) en svona er þetta, það eru yfirleitt ekki neinir tveir dagar eins hjá mér, sem væri náttúrulega það besta fyrir okkur sykursjúklingana, copy,  paste , dag fyrir dag he he   


Bara flott

Stutt núna , 2,8 í morgun 6,4 í hádeginu og 3.8 undir kvöldmat 8,8 kl 23, mikil vinna mikil hreyfing svo bara fínn dagur. Er bara í fínum málum,

Bara gott

Morguninn fínn 6,4 borðað sjeik og unnið í hugbúnaðinum aftur sama vers um 2 leitið, (hádegi) farið á brettið kl 4 og fór niðurí 2,8 eftir það, borðað kentucky kjúklingabita og salat, var reyndar soldið hár kl 22 9,8 en bætt á mig 3 ein fljótvirkt og 10 langvirkt, sé svo til hvernig morguninn verður

Rólegur dagur

Já kanski of rólegur, vaknað 10 og var þá 6.4 í sykri bara flott, er greinilega að ná tökum á nóttinni, bara flott að vera milli 4-8 dag eftir dag, en farið í bókhaldsvinnu í dag og það er ekki mikil brennsla þá, enda þó ég hafi sprautað mig 8 ein i morgun þá um hálf tvö var ég 9.4 , sprautað þá 10 ein og borðað skyr, farið svo á brettið um kl hálf fimm og var svo undir kvöldmat 2.8, svo hreifingin breytir öllu, borðað flottan fisk í karry, með smá kartöflum og það var nóg til að lyfta sykrinum, uppí 10 um tíuleitið, sprautað þá langtima 10 ein og 3 fljótvirkt , verð greinilega að hækka enn meir morgunskammtinn á morgun, þetta er bara spurning um þolinmæði þá nær maður þessu pörfekt.mældi mig núna kl hálf tvö og sykurinn þá 5.5 svo flott fyrir svefninn.þá er bara að fara í háttinn, mikið af innskráningum á morgun í lagerbókhaldinu.Það tekur mann langan tíma að læra á nýjan hugbúnað og færa allan lagrinn ínn í hann, hélt ég yrði miklu fljótari að afgreiða þetta. 

Skrítinn dagur

Það ótrúlega gerðist í dag að ég gleymdi að borða í hádeginu, held það hafi ekki skeð nema kanski einu sinni, í þau 25 ár sem ég er búinn að vera með sykursýkina, þegar ég vaknaði í morgun var ég 8.7 sem eg átti alveg eins von á eftir gærkvöldið, en svo var vörutalning hjá mér í dag og bar sökkti mér svo í það að það var ekki kaffi eða matartími, fannst ég samt vera að lækka í sykrinum um ellefuleitið og fékk mér próteinbar, svo ekki söguna meir fyrr en ég kveikti á perunni um hálf fjögur, þá sprautaði ég mig 6 ein og fékk mér sjeik, en eftir lætin þá var það of mikið því um kvöldmatinn var ég orðinn alltof lár ,LO á mælinum og tók langan tíma að ná mér upp aftur,samt var ég alltaf með þokkalega eðlileg viðbrögð þó maður verði sljórri þegar maður verður svona lár, fyrir einhverjum árum síðan var ég bara eins og ég væri blind fullur ef ég ver kominn niður´undir 2 en núna var ég samt ekki alveg eðlilegur fyrr en um 9 leitið,samt soldið skrítinn og slappur, en svo sykurinn 7 um 22.30, sem er bara fínt.

Svo það skrítna er að núna tæplega hálf tvö um nóttina mældi ég mig og þá var ég 9.7, samt hef ég ekkert borðað frá kl 19.30, þetta er bara eitt af því sem maður bara fattar ekki , líkaminn eitthvað að taka stjórnina sjálfur,  ég borðaði  þrúgusykur og svo borgara með salati um kvöldmatinn sem ætti að vera meltanlega búið að brjótast niður kolvetni 2 til 3 tímum eftir það en ekki  4 til 6 tímum eftir það,

Bara skil ekki því ég hækka um 2.7 milli 22.30 og 1.30 samt sprautaði ég 10 ein langvirkt insulin kl 22.30, þetta er eitthvað sem ég verð að geyma í minnisbankanum fyrir Ástráð lækni, en líkaminn fer stundum furðulegar leiðir, sem enginn fattar, spurning hvort hann er að gefa kolvetni sjálfur í kvöld eftir að hafa lækkað svona fram eftir degi, Úr því hann gefur okkur kolvetni um kl 4 um nóttina þá er mjög liklegt að hann bregðist svona við því að vera lár í nokkurn tíma, bætti við 3 ein fljótviirkt nuna til að jafna dæmið, þori ekki að hafa það meira , nenni ekki að vera í svitabaði í nótt, ef ég myndi lækka of mikið.   


Mælingar

Jæja morguninn ,mældur í bak og fyrir, og það hurfu 2 cm , einn af mitti og einn af mjöðmum, samtals farnir 7 á hálfum mánuði, enginn met hraði en allavega á niðurleið, svo bara halda áfram, reyndar var farið á salatbar í hádeginu og borðað kínverskt í kvöldmatinn, en farið samt í handboltann kl 21, soldið svona afmælisdagur, en var 6 í sykri í morgun og sprautað 6 ein og var samt 9 í hádeginu verð að fara auka morgun skammtinn, sprautað 8 ein fyrir salatbarinn og súpuna, meiriháttar gott hjá þeim í Cab inn hótelinu, og svo var ég 7.2 fyrir kvöldmatinn. sprautað 10 ein og var svo kl 23 eftir handboltann 10.4 kínamaturinn soldið sætur, mikið af kolvetnum, bætt við 3 ein fljótvirkt og 10 langvirkt, vona það dugi fyrir nóttina, var kominn með jafnvægið tvo morgna í röð ,þetta gæti breytt því, sjáum til.

ég þarf að auka brennsluna og spurning um að bæta aðeins við brettanotkunina, ekki neinn svaka hraða bara ganga rösklega en lengja tímann úr hálftíma í 40-45 mín, reyni að stíla inná það næstu daga, sjá hvað það gerir.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Halldórsson

Höfundur

Sigurður Halldórsson
Sigurður Halldórsson
Fæddur í Jan 59,ólst að mestu leiti upp við sjóinn vestur í bæ og á Seltjarnarnesi. Ég er bifvélavirki og hef í 18 ár rekið  Kvikk-þjónustuna bílaverkstæði,pústverslun/ þjónustu, er líka herbalife dreifingaraðili, www.heilsufrettir.is/siggi Ég er með insulinháða sykursýki og hef ekki alltaf farið rétta leið í vali á lífsstílnum, en hef ákveðið að prufa skrifa dagbók mér til eftirfylgni og einnig ef það gæti  hjálpað einhverjum að fara rétta leið í lífsstílnum, bara ef það hjálpar einum þá er það þess virði.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...picture026

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband