Cranio er málið

Já fór í morgun í cranio´, höfuðbeina og spjaldhryggjameðferð hjá Baldey Pétursdóttur, og einn besti tíminn sem ég hef farið í, kom alveg endurnærður úr lauginni, það er alveg makalaust að ég fór fyrst í þetta til að láta reyna á hvort ég yrði betri í bakinu, lenti í árekstri 2005 og hafði ekki náð mér , en hjá Baldey hefur mér tekist að verða miklu betri í bakinu og í bónus losnaði ég algjörlega við stress sem ég hélt líka að ég væri ekki með :) áttaði mig bara á því þegar mér fór að líða betur, bara varð algjörlega nýr maður, ráðlegg öllum að prufa nokkra svona tíma, sérstaklega þá sem eru í stress störfum, og held að ríkið gæti heldur betur sparað kostnað ef allir sem lentu í slysum væri hjálpað í svona meðferð,það fattar það enginn nema að prufa hvað þetta gerir fyrir mann, er það ekki þess virði að hjálpa fólki til að líða, það skilar sér í minna þunglyndi og færri lyfjum eins og gott mataræði. Held líka að þessi meðferð myndi getað  hjálpað fullt af fólki að yfirfara  innri líffæri, en er ekki obbinn af dauðsföllum í heiminum af líffærum sem klikka eða gefast upp, og ein aðal ástæðan er lélegt mataræði.   

En þá að sykrinum, var 5.2 i morgun flott mál sprautaði 4 ein og varð 3.8 í hádeginu, bara flott, sjeik í hádegi líka og próteinbar um 3leitið en 4 einingar í hádeginu var full lítið því ég var 9 kl 7, hefði mátt hafa það 5 í hádeginu, munar miklu um hverja ein ef maður er að sprauta sig svona fáar einingar, fór á brettið fyrir matinn og sprautaði svo 8 ein sem var of mikið því ég fór niður í low á mælinum kl 22 varð áður var við að ég var orðinn mjög lágur, en of sljór til að gera eitthvað fyrr en ég loksins áttaði mig á því að fá mér þrúgusykur og próteinbar, sprautaði svo átta ein langtimainsulin fyrir nóttina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Halldórsson

Höfundur

Sigurður Halldórsson
Sigurður Halldórsson
Fæddur í Jan 59,ólst að mestu leiti upp við sjóinn vestur í bæ og á Seltjarnarnesi. Ég er bifvélavirki og hef í 18 ár rekið  Kvikk-þjónustuna bílaverkstæði,pústverslun/ þjónustu, er líka herbalife dreifingaraðili, www.heilsufrettir.is/siggi Ég er með insulinháða sykursýki og hef ekki alltaf farið rétta leið í vali á lífsstílnum, en hef ákveðið að prufa skrifa dagbók mér til eftirfylgni og einnig ef það gæti  hjálpað einhverjum að fara rétta leið í lífsstílnum, bara ef það hjálpar einum þá er það þess virði.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...picture026

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband